Hross aflífað á Miðnesheiði
Aflífa þurfti hross eftir slys á Miðnesheiði nú í kvöld. Bifreið var ekið inn í hóp hrossa á Sandgerðisveginum með þeim afleiðingum að eitt hrossanna fótbrotnaði. Það var flutt í hesthús á Mánagrund þar sem dýralæknir skoðaði það. Fótbrotið var það alvarlegt að aflífa þurfti dýrið.Myrkur var skollið á þegar slysið varð. Minnstu munaði að fleiri hross yrðu fyrir bílum því björgunarsveitarbílar Sigurvonar í Sandgerði rétt sluppu við að aka á hrossahópinn á leið sinni í útkall á Keflavíkurflugvelli. Björgunarsveitarfólk úr Sandgerði aðstoðaði á slysstað. Engin slys urðu á fólki en eignatjón er nokkuð.
VF-ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson




