Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Hrósa lögreglunni á Suðurnesjum fyrir gott starf
Af kynningarfundi verkefnisins „Að halda glugganum opnum.“
Mánudagur 14. júlí 2014 kl. 09:30

Hrósa lögreglunni á Suðurnesjum fyrir gott starf

- Sýnikennsla í því hvað hægt er að gera í íslenska kerfinu

Guðrún Jónsdóttir talsmaður Stígamóta segir starf lögreglunnar á Suðurnesjum hvað varðar neyðarhnapp fyrir þolendur heimilisofbeldis vera frábært fordæmi fyrir önnur lögregluumdæmi.

„Almennt líst okkur afar vel á það sem lögreglan á Suðurnesjum er að gera í ofbeldismálum,“ segir Guðrún í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er einfaldlega sýnikennsla í því hvað hægt er að gera í íslenska kerfinu ef forgangsröðunin er rétt og ef viljinn er fyrir hendi.“

Public deli
Public deli

Markmiðið verkefnis Lögreglunnar á Suðurnesjum er að bæta rannsóknir í málum er varða heimilisofbeldi með markvissari fyrstu viðbrögðum lögreglu, fækka ítrekunarbrotum, bæta tölfræðivinnslu, aðstoða þolendur og gerendur markvisst, nýta betur úrræði um nálgunarbann og brottvísun af heimili og að mál ná fleiri málum í gegnum refsivörslukerfið. Verkefnið ber yfirskriftina „Að halda glugganum opnum.“

„Þau hafa verið frábær fyrirmynd sem síðan hefur orðið til þess, til dæmis, að borgarstjórn samþykkti einhljóða skömmu fyrir kosningar að gera átak í þessum málum. Á Suðurnesjum hafa þau líka verið að framfylgja lögum sem kveða á um það að ef ofbeldismenn haga sér ekki skikkanlega þá er þeim vísað af heimilum. Lög gera einmitt ráð fyrir því að svona sé þetta gert en því hefur bara ekki verið framfylgt.“