Fréttir

Hrollkaldur morgun
Smábátahöfnin í Gróf var ísilögð nú í morgun. VF-mynd: HIlmar Bragi
Mánudagur 24. apríl 2017 kl. 09:15

Hrollkaldur morgun

Það var hrollkalt í morgunsárið og frost. Smábátahöfnin í Grófinni í Keflavík er ísilögð en búast má við því að ísinn bráðni þegar líður á morguninn. Veðurspáin segir að það verði norðan 5-10 og léttskýjað með köflum. Lægir í dag. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn, annars 0 til 8 stiga frost.
 
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
 
Norðan 3-8 m/s, en hægari síðdegis. Léttskýjað með köflum og hiti 0 til 4 stig í dag. Suðvestan 8-13 á morgun, væta með köflum og hiti 2 til 7 stig.
 
Veðurhorfur á landinu næstu daga
 
Á þriðjudag:
Vestan og suðvestan 8-15 m/s, hvassast NV-til. Bjart með köflum á austurlandi. Annars skýjað, en sums staðar súld vestanlands. Hlýnandi, hiti 3 til 8 stig síðdegis.
 
Á miðvikudag:
Suðvestan 5-13 m/s. Víða léttskýjað á A-verðu landinu, en skýjað og úrkomulítið V-til. Hiti yfirleitt 5 til 12 stig að deginum, hlýjast austantil.
 
Á fimmtudag:
Suðlæg átt 5-13 m/s. Léttskýjað á NA- og A-landi, en skýjað og rigning með köflum sunnan- og vestanlands. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast NA-til. Heldur hvassara og slydda vestantil um kvöldið og kólnar.
 
Á föstudag:
Suðaustanátt og rigning eða slydda, en að mestu þurrt á Norðurlandi. Hiti 2 til 8 stig.
 
Á laugardag og sunnudag:
Austlæg átt og rigning með köflum S- og A-lands, annars úrkomulítið.
 
Heimild: Veðurstofa Íslands
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024