Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hrollkaldur fundur hjá bæjarstjórn
Miðvikudagur 15. mars 2023 kl. 09:38

Hrollkaldur fundur hjá bæjarstjórn

Hrollkaldur fundur var haldinn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar þriðjudaginn 7. mars síðastliðinn. Bæjarstjórn fundar í Merkinesi í Hljómahöll og í fimbulkulda síðustu daga féll hitastigið í fundarsal bæjarstjórnarinnar meira en margir bæjarfulltrúar réðu við.

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, forseti bæjarstjórnar, veitti því bæjarfulltrúum leyfi til að klæðast yfirhöfnum á meðan fundinum stóð. Í upptökum frá fundinum má sjá hvern bæjarfulltrúann á fætur öðrum koma kappklæddan í pontu. Kaldasti bæjarfulltrúinn var þó án efa Trausti Arngrímsson sem í miðri ræðu varð að fá lánaða leðurhanska bæjarstjórans til að frjósa hreinlega ekki í hel við ræðuhöldin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndin er skjáskot úr útsendingu fá fundinum á Youtube-rás Reykjanesbæjar.

Þetta var sem sagt ekki
hita-fundur í bæjarstjórn!