Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hringtorgin góð slysavörn
Föstudagur 16. apríl 2010 kl. 09:05

Hringtorgin góð slysavörn


Hringtorg hafa dregið verulega úr umferðaróhöppum í Reykjanesbæ og reynst góð slysavörn. Þetta kom fram á umferðaröryggisþingi sem haldið var í Reykjanesbæ í gær en þar var m.a. kynnt gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir sveitarfélagið sem unnin er í samvinnu við Umferðarstofu. Að henni koma jafnframt lögregla, slökkvilið, vegagerð, ökukennarar og foreldrafélög í bænum.

Gatnamót Aðalgötu og Iðavalla er gott dæmi um þann árangur sem náðst hefur með gerð hringtorga en þar hafa engin óhöpp orðið frá því að það var tekið í notkun 2007, en voru jafnan 4-7 á ári áður á þessum gatnamótum áður en hringtorgið var sett upp.  Alls eru 11 hringtorg í Reykjanesbæ og eru þau markvisst sett á þá staði þar sem er mikil umferð og slysahætta.

Starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar og aðrir fagaðilar ræddu málin í vinnuhópum og merktu inn á kort þau svæði þar sem úrbóta er þörf. Unnið verður með þær ábendingar sem bárust á fundinum í vinnu við umferðaröryggisáætlunina sem gert er ráð fyrir að verði lokið á árinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Myndir frá umferðarþinginu í gærdag. Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson