Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hringtorgin á Reykjanesbraut tilbúin
Laugardagur 4. nóvember 2017 kl. 07:00

Hringtorgin á Reykjanesbraut tilbúin

Hringtorgin tvö á Reykjanesbraut, bæði til móts við Þjóðbraut og Aðalgötu, eru nú tilbúin. Verklok voru upprunalega áætluð um miðjan september en seinkun varð á því.

Hringtorgin eru hönnuð sem tvöföld hringtorg og verður ytri hringur fyrst tekinn í notkun og verður þá hægt að stækka hringtorgið með innri hring þegar farið verður í tvöföldun Reykjanesbrautar. Útboð á hringtorgunum fór fram fyrr í sumar og var verktakafyrirtækið Ístak lægstbjóðandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðbergur Reynisson, einn af stofnendum baráttuhópsins Stopp- hingað og ekki lengra, sem barist hefur fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar og bættu umferðaröryggi á svæðinu, segir að hraði ökutækja á svæðunum hafi snarminnkað eftir að hringtorgin urðu tilbúin. „Biðtíminn til að komast inn á brautina hefur einnig minnkað og öryggi vegfarenda aukist. Þetta er allt þökk sé samstilltu átaki rúmlega 19.000 manns, það er leiðin til árangurs.“