Hringtorgið orðið að leiktorgi
Nokkuð hefur borið á því að börn og unglingar hafi verið að leika sér á hringtorginu á gatnamótum Hafnargötu og Vatnsnesvegar í Reykjanesbæ. Þar hafa þau rennt sér á hlaupahjólum og reiðhjólum í steyptri skálinni, en ráðgert er að þar verði tjörn og gosbrunnur í framtíðinni. Þessi leikur er að sjálfsögðu afar hættulegur, enda er um ein fjölförnustu gatnamót bæjarins að ræða. Ekki má mikið út af bera til að illa fari, en bæjaryfirvöld segja að um helgina verði skálin fyllt og tyrft yfir.
Myndin: Hringtorgið sem um ræðir en þar hafa börn og unglingar verið að leika sér upp á síðkastið. VF-ljósmynd/Þorgils Jónsson.