Hringtorg á Reykjanesbraut líklega tilbúin í sumar

Vegagerðin hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir gerð tveggja hringtorga á Reykjanesbraut við Aðalgötu og Þjóðbraut. Þetta kom fram í máli Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra, á fundi bæjarstjórnar í gær. Kjartan sagði hönnun hringtorganna svo gott sem lokið og að hönnunin sé núna í öryggismati hjá Vegagerðinni. Ef ekki þarf að gera miklar breytingar á hönnuninni verður því hægt að hefja framkvæmdir í maí og í síðasta lagi í júní. Áformað er að framkvæmdum við hringtorgin ljúki í sumar.

Hringtorgin hafa verið mikið baráttumál Suðurnesjamanna en mikil umferð er um Reykjanesbraut ofan Reykjanesbæjar. Þar hafa orðið tvo banaslys á undanförnum 10 mánuðum.