Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hringtorg á Reykjanesbraut boðin út
Miðvikudagur 17. maí 2017 kl. 11:40

Hringtorg á Reykjanesbraut boðin út

-Allri malbikun lokið 1. september

Vegagerðin, Isavia og Reykjanesbær hafa óskað eftir tilboðum í gerð tveggja hringtorga á Reykjanesbraut í Reykjanesbæ. Þá skal allri malbikun lokið fyrir 1. september 2017 og verkinu að fullu lokið 15. september. Um ræðir annars vegar hringtorg við Aðalgötu og hins vegar við Keflavíkurveg eða Þjóðbraut. Aðlaga þarf aðliggjandi vegi að hringtorgunum. Framkvæmdin innifelur einnig að annast tilgreinda verkþætti við aðlögun eða flutning núverandi lagna s.s. ljósleiðara-, háspennu- og lágspennustrengja í vegunum í samráði við veitur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024