Hringtorg á gatnamót Aðalgötu og Iðavalla
Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ áforma að setja upp hringtorg á gatnamótum Aðalgötu og Iðavalla, en gatnamótin eru alræmd vegna mikillar slysahættu sem myndast þar vegna ófullnægjandi útsýnis.
Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðumaður Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, sagði í samtali við Víkurfréttir að reynt yrði að finna fjármagn til að klára verkefnið í sumar.
Stærsta vandamálið við gatnamótin er há girðing sem umlykur húsnæði Fiskvals, en hún skerðir verulega útsýni þeirra sem aka Iðavellina í átt að Aðalgötu. Þá hefur hraðakstur niður Aðalgötu frá Flugvallavegi lengi verið landlægt vandamál.
VF-mynd/Þorgils: Gatnamótin, séð niður Aðalgötu