Hringsólaði yfir Keflavík vegna bilunar
Boeing-727 flugvél á leið frá Frankfurt lýsti yfir neyðarástandi vegna bilunar í vökvabúnaði áður en hún hóf aðflug að Keflavíkurflugvelli rétt fyrir kl. 09:00 í morgun. Segir á vef Morgunblaðsins að flugmennirnir hafi átt í erfiðleikum með að koma lendingarbúnaði þotunnar niður. Hringsóluðu þeir um stund yfir Reykjanesbæ áður en hún freistaði lendingar.
Um er að ræða þotu í leiguflugi fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og munu sjö manns hafa verið um borð.
Um er að ræða þotu í leiguflugi fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og munu sjö manns hafa verið um borð.