Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hringsjá sett upp á Keili
Föstudagur 2. júní 2006 kl. 01:08

Hringsjá sett upp á Keili

Stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja samþykkti á fundi sínum í dag að hefja undirbúning að því að setja upp hringsjá á Keili. Frá Keili er mjög víðsýnt og fjallið vinsælt af göngufólki. Að sögn Kristjáns Pálssonar formanns FSS þá hefur verið haft við Jakob Hálfdanarson sem gerir slíkar hringsjár og mun verkið hefjast nú í sumar.

Áætlað er að hringsjáin og stöpull undir hana kosti um 1,5 milljónir króna. Kristján telur ekki erfitt að fjármagna svona framkvæmd enda margir áhugasamir um að þetta gangi. Verkinu gæti lokið á næsta ári ef vel gengur en annars árið 2008.

Frá þessu er greint á vefnum www.reykjanes.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024