Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hringdu strax í neyðarlínuna
Þriðjudagur 31. desember 2002 kl. 11:23

Hringdu strax í neyðarlínuna

Í raun má segja að Valdemar Gestur Valdemarsson og Jórunn Díana Olsen hafi bjargað Fiskmarkaði Suðurnesja sl sunnudagskvöld þegar þau urðu vitni að bruna í húsnæði fiskmarkaðarins en þá voru þau á ferð um Sandgerði. Valdemar sagði í samtali við Víkurfréttir að þeim hafi brugðið þegar þau sáu eldglæringarnar í fiskikörunum fyrir utan fiskmarkaðinn: „Þetta var heilmikið sjokk og ég hringdi strax í 112. Slökkviliðið var tæpar 10 mínútur á staðinn og að mínu mati hefði ekki mátt á tæpara standa, því eldtungurnar voru farnar að læsa sig í þakskeggið.“ Þórður M. Kjartansson skrifstofustjóri Fiskmarkaðar Suðurnesja vildi sýna bjargvættunum smá þakklætisvott og bauð skötuhjúunum út að borða á veitingastaðinn Soho í Reykjanesbæ. Þórður sagði að með snarræði sínu hefðu þau forðað Fiskmarkaði Suðurnesja frá stórtjóni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024