Hringbrautarbruni: Aðalatriðið að allir sluppu óskaddaðir
„Það er auðvitað aðalatriðið að allir sluppu óskaddaðir út úr þessu, þó það sé vissulega sárt að horfa upp á heimili sitt og eigur fara svona,” sagði Brynhildur Ólafsdóttir, tveggja barna móðir í Reykjanesbæ, samtali við blaðamann VF á þriðudaginn þar sem hún stóð í brunarústum heimils síns við Hringbraut í Keflavík.
Brynhildur var að taka til eftir eldsvoða sem þar varð á mánudagskvöld og freista þess að finna og tína saman það sem heillegt gæti verið af persónulegum hlutum, eins og fjölskyldumyndum og öðru. Brynhildur var ásamt átta ára dóttir sinni frammi í stofu að horfa á sjónvarpið þegar fjögurra ára sonur hennar kom skyndilega hlaupandi út úr herbergi sínu og kallaði „Mamma, eldur!”.
„Mín fyrstu viðbrögð voru að koma krökkunum út og reyna svo að slökkva eldinn. Eftir að hafa komið krökkunum í skjól hringdi ég í Neyðarlínuna og réðist svo til atlögu við eldinn. Ég sá hins vegar fljótt að ég fengi ekki við neitt ráðið og forðaði mér út,” sagði Brynhildur.
Slökkviðið var fljótt á staðinn, enda slökkvistöðin steinsnar frá. Slökkvistarf gekk greiðlega en vart mátti tæpara standa því eldurinn breiddist hratt út og hafði náð að feta sig upp í gegnum lagnastokk í íbúð fyrir ofan. Heimili Brynhildar er brunarústir einar og allt þar innandyra er gjörónýtt. Talsverðar skemmdir urðu á húsinu vegna reyks og sóts og var hreinsunarstarf hafið á þriðjudaginn.
Þess má geta að foreldrafélag leikskólans Hjallatúns hefur opnað söfnunarreikning fyrir Brynhildi og börn hennar. Reikningurinn er í Glitni og númerið er 0542 14 604324. Kenntalan er 191277-4069.
Brynhildur var að taka til eftir eldsvoða sem þar varð á mánudagskvöld og freista þess að finna og tína saman það sem heillegt gæti verið af persónulegum hlutum, eins og fjölskyldumyndum og öðru. Brynhildur var ásamt átta ára dóttir sinni frammi í stofu að horfa á sjónvarpið þegar fjögurra ára sonur hennar kom skyndilega hlaupandi út úr herbergi sínu og kallaði „Mamma, eldur!”.
„Mín fyrstu viðbrögð voru að koma krökkunum út og reyna svo að slökkva eldinn. Eftir að hafa komið krökkunum í skjól hringdi ég í Neyðarlínuna og réðist svo til atlögu við eldinn. Ég sá hins vegar fljótt að ég fengi ekki við neitt ráðið og forðaði mér út,” sagði Brynhildur.
Slökkviðið var fljótt á staðinn, enda slökkvistöðin steinsnar frá. Slökkvistarf gekk greiðlega en vart mátti tæpara standa því eldurinn breiddist hratt út og hafði náð að feta sig upp í gegnum lagnastokk í íbúð fyrir ofan. Heimili Brynhildar er brunarústir einar og allt þar innandyra er gjörónýtt. Talsverðar skemmdir urðu á húsinu vegna reyks og sóts og var hreinsunarstarf hafið á þriðjudaginn.
Þess má geta að foreldrafélag leikskólans Hjallatúns hefur opnað söfnunarreikning fyrir Brynhildi og börn hennar. Reikningurinn er í Glitni og númerið er 0542 14 604324. Kenntalan er 191277-4069.