Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hrífast af nýtingu jarðvarma á Reykjanesi
Hópurinn sem heimsótti Reykjanesbæ í gær, ásamt Kjartan Má Kjartanssyni bæjarstjóra, Sigurgesti Guðlaugssyni verkefnisstjóra viðskiptaþróunar og Ásbirni Jónssyni sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Mánudagur 20. maí 2019 kl. 09:29

Hrífast af nýtingu jarðvarma á Reykjanesi

Fulltrúar í sendinefnd frá Xianyang heimsóttu Reykjanesbæ

Sendinefnd frá vinabæ Reykjanesbæjar, Xianyang í Kína, kom í heimsókn í ráðhús bæjarins á dögunum.  Hópurinn var hér á landi til að fræðast um virkjun jarðvarma til upphitunar húsa og rafmagnsframleiðslu. 
 
Þau voru sérstaklega uppnumin af því hvernig Reyknesingar leitast við að fullnýta þau tækifæri sem skapast í kringum jarðhitavirkjanir. Má þar nefna Bláa Lónið og Stolt Seafarm á Reykjanesi, segir í frétt á vef bæjarins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024