HREPPSNEFND GERÐAHREPPS HAFNAR VIÐRÆÐUM UM SAMEININGU
-við Reykjanesbæ og eða SandgerðisbæMeirihluti hreppsnefndar Gerðahrepps felldi tillögu fulltrúa minnihlutans, H- og I-lista, um að kanna vilja Reykjanesbæjar og eða Sandgerðisbæjar til sameiningar við Garðinn.Fulltrúar meirihlutans, F-listans, töldu tillöguna ótímabæra og sögðu að meirihlutinn væri að skoða þetta mál og grein yrði gerð fyrir því síðar. Tillagan var því felld 4-3.Ekki rétt að hunsa vilja íbúannaFinnbogi Björnsson (H), sveitarstjórnarmaður sagði að VSÓ hefði unnið ítarlega skýrslu og í henni kæmi fram að til langs tíma litið sé sameining hagkvæmur kostur fyrir sveitarfélagið. Hann sagði að skýrslan hafi verið gerð vegna þess að samhliða síðustu sveitarstjórnarkosningum hefði verið kosið um hvort íbúar vildu láta fara fram könnun á kostum og göllum þess að sameinast Reykjanesbæ og/eða Sandgerðisbæ. Niðurstaða kosningarinnar var sú að 82% íbúa vildu láta gera slíka könnun. Finnbogi segir það vera ljóst að meirihluti íbúa vilji að sveitarstjórn Gerðahrepps hefji viðræður við Reykjanesbæ og/eða Sandgerðisbæ um sameiningu og í framhaldi þeirra ætti að fara fram lýðræðisleg kosning í sveitarfélaginu í samræmi við 90 gr. sveitarstjórnarlaga. Í þeirri grein segir m.a.: „Þegar tvær eða fleiri sveitastjórnir hafa ákveðið að kanna möguleika á sameiningu skulu þær kjósa samstarfsnefnd til að annast athugun málsins. Þegar samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu um sameiningu skulu viðkomandi sveitarstjórnir taka málið á dagskrá. Skal hafa tvær umræður um málið án atkvæðagreiðslu. Að lokinni umræðu sveitarstjórna skal síðan fara fram atkvæðagreiðsla innan sveitarfélaganna um sameiningu.“MisskilningurSigurður Jónsson, sveitarstjóri Gerðahrepps, sagði að margir hefðu misskilið niðurstöðu kosningarinnar og túlkað hana sem svo að 82% íbúa hafi viljað sameiningu. „Svo er ekki“, sagði Sigurður, „þessi ákveðni hluti vildi láta fara fram könnun en það segir ekki til um hvort vilji sé fyrir sameiningu ef kjósa ætti um hana.“ Sigurður sagði það ekki vera neitt leyndarmál að menn væru ekki sammála um mat á skýrslu VSÓ. „Meirihluti hreppsnefndar telur að skoða þurfi þessi mál mjög ítarlega áður en ákvörðun verður tekin, eins og fram kom á fundi hreppsnefndar þann 10. nóvember s.l.“Enginn áhugi fyrir hendi„Það að fella þessa tillögu þýðir einfaldlega að sveitarstjórn Gerðahrepps hefur engan áhuga og vill ekki ræða frekar við bæjarstjórn Reykjanesbæjar um sameiningu. Sama gildir um afgreiðslu vegna Sandgerðisbæjar og það er enginn misskilningur til í þessu máli“, sagði Finnbogi Björnsson.