Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hreinsunardagar í Reykjanesbæ
Sunnudagur 25. maí 2003 kl. 15:26

Hreinsunardagar í Reykjanesbæ

Sunnudagar eru kjörnir til að fara í garðinn, bílskúrinn og nánasta nágrenni heimilisins til að hreinsa aðeins til eftir veturinn. Í dag er næstsíðasti dagur hreinsunarátaks á vegum Reykjanesbæjar, en hreinsunardagar standa yfir til 26. maí n.k. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Reykjanesbæjar veita bæjarbúum aðstoð við að fjarlægja rusl.Þeir bæjarbúar sem vilja láta fjarlægja rusl, þurfa að láta vita á þjónustumiðstöð. Rusli skal koma fyrir utan lóðamarka húsa, á aðgegnilegum stað, í pokum eða búntuðum saman. Flokka skal allt rusl timbur, málma, pappa og pappírsúrgagn, jarðvegs og garðaúrgang.
Ath. ekki verður tekinn eða fjarlægður óflokkaður úrgangur.

GARÐAÚRGANGUR

Tekið verður við garðaúrgangi, afklippum og grasi á svæði við Fitjabakka hjá Skolphreinsistöð. Pantanir hjá Þjónustumiðstöð í síma 421 1552.


VF-ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson. Margir nota einnig tækifærið og mála hjá sér á þessum tíma sumars.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024