Hreinsunardagar í Grindavík
Dagana 13. til 16. maí verða árlegir hreinsunardagar í Grindavíkurbæ. Mánudaginn 17. maí munu starfsmenn Grindavíkurbæjar og Vinnuskólans fara um Grindavíkurbæ og fjarlægja drasl sem komið hefur verið fyrir út við lóðamörk. Verður það fjarlægt íbúum að kostnaðarlausu. Íbúar eru hvattir til að nota tækifærið, ganga í vorverkin, snyrta í garðinum og næsta nágrenni við heimili sín.
Athygli er vakin á því að hér er EKKI átt við lífrænan almennan garðagróður, hann þarf að fara með í gryfuna vestan Grindavíkurvegar, á leið út á Reykjanesvita.
Garðeigendum er bent á að klippa trjágróður þar sem hann hindrar umferð gangandi fólks um gangstéttir og stíga og umferð bifreiða um götur.
Bæjaryfirvöld hvetja íbúa til að taka höndum saman og gera bæinn sem snyrtilegastan fyrir bæjarhátíðina Sjóarann síkáta.