Hreinsunarátak í Sandgerði
Tilkynning um hreinsunarátak í Sandgerði dagana 1.-15. apríl hefur verið borin í öll hús þar í bæ. Þar eru húseigendur hvattir til þess að taka höndum saman og taka vel til í kringum sig. Dagana 1.-15. apríl mun starfsfólk Þjónustumiðstöðvar fara um Sandgerðisbæ og fjarlægja rusl sem komið hefur verið fyrir á lóðamörkum.Fólk er hvatt til þess að blanda ekki saman brennanlegu rusli og rusli sem ekki brennur með því að halda því í aðskildum pokum eða búnta það saman. Gámar verða settir upp í þjónustumiðstöð bæjarins og lögð er áhersla á að stærri hlutum verði komið á þann stað. Mikil áhersla er lögð á útlit húsa og lóða og verða lóðir teknar sérstaklega út í lok átaksins.
Hægt er að hafa samband í síma 423 7515 til að fá aðstoð við að fjarlægja stærri hluti.
www.sandgerdi.is





