Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hreinsun á olíumenguðum þara stendur yfir
Laugardagur 24. febrúar 2007 kl. 13:29

Hreinsun á olíumenguðum þara stendur yfir

Tómas Knútsson, herforingi Bláa hersins, var mættur ásamt nokkrum vöskum mönnum við Hvalsnes í morgun í þeim tilgangi að hreinsa upp olíumengaðan þara í við Gerðakotstjörn, skammt frá strandstað Wilson Muuga. Með Tómasi í för voru menn frá Víði í Garði og björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði.
Umhverfisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og starfsmenn Náttúrustofu Reykjaness  könnuðu aðstæður á svæðinu í gærmorgun og gengu fjöruna frá Stafnesvita að Sandgerði.
Ekki var neina olíumengun aðra að sjá en þá sem vitað var um í tjörninni og er nú unnið að því að hreinsa hana. Var mannskapurinn að moka þaranum í kör þegar ljósmyndara VF bar að í morgun.
Frestur Nesskipa til að skila inn áætlun um aðgerðir á strandstað rann út á miðvikudag. Ekkert liggur enn fyrir hvernig þeim málum verður háttað.




Myndir: Frá vettvangi hreinsunarinnar í morgun: VF-myndir: Ellert Grétarsson.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024