Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hreinsuðu rusl af ströndinni í Njarðvík
Þriðjudagur 13. nóvember 2012 kl. 07:09

Hreinsuðu rusl af ströndinni í Njarðvík

Akurskóli er að vinna Comeniusarverkefni á vegum Evrópusambandsins sem ber heitið Children Protecting The Planet. Verkefnið er unnið í samstarfi við skóla í Finnlandi, Þýskalandi, Póllandi, Frakklandi og Spáni og meginmarkmið þess er að efla vitund barna á umhverfi sínu.

Einn liður í verkefninu var að tína rusl við strandlengjuna í Innri-Njarðvík. Akurskóli fékk Bláa herinn til liðs við sig, en Blái herinn hefur frá árinu 1998 hreinsað hafnir og strandlengjur af hvers kyns rusli, spilliefnum og öðru því sem mengað getur hafið. Samstarfið heppnaðist vel og flest allir nemendur skólans tóku þátt í hreinsuninni. Nemendur voru einstaklega duglegir og náðu að tína  um 360kg af rusli á tæpum tveimur klukkutímum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verkefni sem þetta eflir umhverfisvitund nemenda, en nemendur í Akurskóla hafa unnið undanfarin ár að verndun umhverfisins með ýmis konar vinnu, bæði innan skólans sem utan.