Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hreinsaði upp ruslið af Reykjanesbrautinni
Sunnudagur 16. mars 2008 kl. 00:32

Hreinsaði upp ruslið af Reykjanesbrautinni

Það er við hæfi að hrósa þér kæri vegfarandi um Reykjanesbraut, sem hreinsaðir upp rusl sem hafði greinilega fokið af bíl sem átti leið um Reykjanesbrautina við Grænás síðdegis á laugardag. Það eru nefnilega ekki allir sem hugsa svona vel um umhverfið. Þarna var rusl á víð og dreif og m.a. sorppoki sem hafði fallið í götuna og innihaldið var dreift um báðar akreinar og út í kant.

Vegfarandi hafði samband við Víkurfréttir vegna málsins og vakti athygli á ruslinu en þá var enginn á staðnum. Ljósmyndari VF var skammt undan en þegar hann kom á staðinn var karlmaður kominn á staðinn og hafði lokið við að hreinsa upp mest allt ruslið þegar meðfylgjandi myndir voru teknar. 

Hvort ruslið tilheyrði honum er ekki vitað, en það kann að vera að þessi ruslahreinsun hafi verið ferð til fjár, því þarna var m.a. fjöldinn allur af drykkjarumbúðum sem fæst greitt vel fyrir á endurvinnslustöðvum.

Engu að síður er það virðingarvert af þessum einstaklingi að hreinsa upp allt ruslið og koma því í sorppoka að nýju.

Víkurfréttamyndir: Frá Reykjanesbraut síðdegis í gær, laugardag. Vegfarandi hreinsaði upp rusl sem greinilega hafði fokið af bifreið og dreifst um stórt svæði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024