Hreinsað í Sandvík á árlegum strandhreinsunardegi
Sendiráð Bandaríkjanna og Blái herinn bjóða fólki að taka þátt í árlegum strandhreinsunardegi föstudaginn 13. september sem að þessu sinni fer fram í Sandvík á Reykjanesi.
„Sameinuð höldum við áfram að hreinsa fjörur Íslands og viljum við gjarnan bjóða ykkur að vera með í þessu frábæra verkefni þar sem Bandaríkin og Ísland taka höndum saman og gera umhverfið betra Hér er frábært tækifæri til eyða deginum úti í góðum félagsskap og sýna forystu í umhverfisvernd.
Þér og þínum er boðið sæti í rútu sem leggur af stað frá Ráðhúsi Reykjavíkur kl.09:00. Áætluð heimkoma er um kl. 15:00. Sendiráðið býður upp á hressingu á staðnum.
Mikilvægt er að staðfesta þátttöku sem fyrst á [email protected] svo hægt sé að áætla hvað við þurfum mikið af mat og drykk. Fyrir þá sem mæta á einkabílum er ætlunin að hittast kl. 10:00 við Sandvík (GPS hnit: 63°51'21.6"N 22°41'44.0"W). Við hvetjum fólk til að sameinast í bíla. Athugið að klæða ykkur eftir veðri og vindum og hafa góða vettlinga meðferðis.“
Undir þetta rita Jeffrey Ross Gunter sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og Tómas Knútsson frá Bláa hernum.