Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hreinsað út úr Festi
Þriðjudagur 14. júlí 2009 kl. 08:18

Hreinsað út úr Festi

Vinna við niðurrif innan úr samkomuhúsinu Festi hófst í gær, en þessi vinna er hluti af átaksverkefni Vinnumálastofnunar og Grindavíkurbæjar þar sem fólk af atvinnuleysisskrá er fengið til að vinna við ýmis verkefni. Á heimasíðu Grindavíkurbæjar segir að um sé að ræða 10 störf í einn mánuð. Byrjað var á annarri hæð en fyrst var rifið innan úr danssalnum og þeim hluta þar sem bókasafnið var á sínum tíma.


Rífa á allt lauslegt innan úr Festi en húsið hefur látið verulega á sjá og var lokað fyrir fullt og allt á síðasta ári. Sérstök Festisnefnd fjallar nú um hvað skal svo gera við húsnæðið og lóðina í framtíðinni og eru ýmsar hugmyndir uppi á borði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Sjá heimasíðu Grindavíkurbæjar