Hrefnur í miklu æti undan Njarðvíkurhöfn
Nokkrar hrefnur sáust nú undir kvöld í nokkuð góðum málum í æti undan höfninni í Njarðvík. Sjónarvottur sagðist hafa séð a.m.k. um fimm dýr. Ljósmyndari Víkurfrétta fór á staðinn og sá nokkur dýr sem virtust vera í æti. Mikið var af fugli á svæðinu og hrefnurnar voru greinilega að taka vel til matar síns, þar sem þær syntu í hringi á svæðinu. Mátti sjá bakugga koma upp á yfirborðið á stóru svæði, svo ljóst er að þarna voru nokkur dýr á ferðinni. Hins vegar var erfitt að komast í návígi við dýrin, þar sem Njarðvíkurhöfn hefur verið girt af og því ekki mögulegt að komast nærri þeim stað þar sem hrefnan hélt sig aðallega, undan nýja sjóvarnargarðinum við fraktskipabryggjuna.Mynd: Þessari ljósmynd náði ljósmyndari Víkurfrétta af einni hrefnunni nú undir kvöld. VF-ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson






