Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hraunið að nálgast hálfan ferkílómetra að stærð
Hraunið er farið að nálgast hálfan ferkílómetra að stærð. Mynd/Ingibergur Þór Jónasson
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 12. júlí 2023 kl. 21:50

Hraunið að nálgast hálfan ferkílómetra að stærð

Rúmmál hraunsins við Litla-Hrút nemur um 1,7 milljón rúmmetra samkvæmt mælingum Jarðvísindastofnunar HÍ og samstarfsaðila. Frá upphafi eldgossins hefur meðalframleiðsla því verið 18–20 m3/s en í upphafsfasa eldgossins er talið að framleiðslan hafi farið yfir 50 m3/s, mun meir en í fyrri gosum 2021 og 2022.

Í dag hafði hraunið þegar þakið 0,36 ferkílómetra og nálgast sennilega hálfan ferkílómetra á næstu tímum. Til samanburðar rann hraunið í eldgosinu í Geldingadölum yfir tæpa fimm ferkílómetra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kvikan sem nú kemur upp er samskonar þeirri sem gaus í fyrra og á lokastigum eldgossins í Geldingadölum.

Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá þessu á Facebook.