Hraun er tekið að flæða í námuna norðan Grindavíkur. Það var rétt um kl. 19 í kvöld sem hrauntungan náði fram á brún námunnar og hraunið tók að flæða niður í hana.
Ísak Finnbogason, myndatökumaður Víkurfrétta, hefur verið að streyma frá atburðinum og má horfa á streymið í spilaranum hér að neðan.