Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hrakti innbrotsþjófa á flótta
Mánudagur 28. maí 2012 kl. 12:36

Hrakti innbrotsþjófa á flótta



Húsráðanda í Reykjanesbæ brá heldur í brún þegar hann kom heim til sín aðfararnótt laugardagsins. Þar voru þá fyrir í forstofunni tveir bláókunnugir karlmenn. Þeir tóku báðir til fótanna þegar þeir urðu húsráðandans varir og hurfu út í nóttina. Annar þeirra reyndist hafa farið inn um baðglugga við hlið forstofunnar og var að hleypa hinum inn um útidyrahurðina, þegar að þeim var komið. Þeir höfðu ekki haft ráðrúm til athafna áður en þeir hröktust á brott.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024