Hrafnaþing í Grindavík
Merkileg sjón blasti við vegfarendum sem fóru um hafnarsvæðið í Grindavík í morgun. Á tönkunum við FogL var sannkallað hrafnaþing.
Samkvæmt lauslegri talningu voru milli 50 og 60 hrafnar sem sátu þar og krunkuðust á. Guðmundur A Guðmundsson fuglafræðingur hjá Náttufræðistofnun Íslands sagði í viðtali að þetta væri óvenjuleg sjón suður með sjó, en helst væri slíkan fjölda að finna við þekkta náttstaði t.d. á Ingólfsfjalli þar sem safnast alt að hundrað hrafnar í náttstað.
Þarna væri því sannkallað hrafnaþing.
Af vef Grindavíkurbæjar.