Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hraðsendingarmálið: Fjórði maðurinn handtekinn
Miðvikudagur 30. janúar 2008 kl. 18:03

Hraðsendingarmálið: Fjórði maðurinn handtekinn

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í dag mann í tengslum við innflutning á hátt í sex kílóum af fíkniefnum, bæði kókaíni og amfetamíni. Efnunum átti að smygla inn í landið í gegnum hraðsendingaþjónustuna UPS, en einn starfsmaður þess fyrirtækis er þegar í varðhaldi vegna málsins sem og tveir aðrir menn.

Auk þess var gerð húsleit á heimili mannsins í Vogum, en Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi hjá Lögreglunni á Suðurnesjum sagði í samtali við Víkurfréttir að ekki væri gefið upp að svo stöddu hvort eitthvað hafi fundist við leitina.

Eyjólfur sagði að málið væri enn í rannsókn og á morgun verður ákveðið hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir manninum.

 

Söluverðmæti lyfjanna hér á landi gæti numið allt að 60 milljónum króna, en við rannsókn þess hefur m.a. verið gerð húsleit í fjármálaráðuneytinu þar sem einn hinna grunuðu starfaði.

VF-mynd úr safni - Tengist málinu ekki

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024