Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hraðlest á borði bæjarráðs í Vogum
Mánudagur 21. desember 2015 kl. 09:17

Hraðlest á borði bæjarráðs í Vogum

Bæjarráð Voga fjallaði á fundi sínum í síðustu viku um erindi frá þróunarfélagi um væntanlega hraðlest milli höfuðborgarsvæðisins og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

„Verkefni sem þetta vekur að sjálfsögðu talsverða athygli, enda um að ræða gjörbyltingu á samgöngum í landinu. Gangi allt eftir og miðað við að allar forsendur standist er nú gert ráð fyrir að verkefninu verði lokið á átta árum, og að starfsemin hefjist árið 2024,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í fréttabréfi sem hann gefur út í Vogum .

Ekki er gert ráð fyrir að lestin hafi nema einn viðkomustað á leið sinni milli FLE og BSÍ, þ.e. á suðurhluta höfuðborgarsvæðisins. „Vogabúar munur því að svo stöddu ekki geta nýtt sér þessa samgöngubót í ferðum sínum til og frá Vogum. Það má hins vegar leiða líkum að því að áhrif þessarar framkvæmdar verði umtalsverð fyrir okkar landshluta og margvísleg óbein áhrif í kjölfarið af þessu umfangsmikla verkefni,“ segir Ásgeir að endingu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024