Hraðkælt hraunsýni breytist í gler og það svo efnagreint
Vísindamenn á vegum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands tóku eftir hádegi í dag sýni úr splunkunýju hrauni sem rann rólega austur eftir varnargarðinum ekki langt frá Þórkötlustaðahverfi.
Þeir voru að safna jarðvegssýnum sem verða efnagreind og eiga að sýna magn gass neðanjarðar og hve mikið gas sé að koma upp á yfirborðið.
Sjá mátti þá dýfa sjóðandi heitu hrauni í kalt vatn og það þannig hraðkælt. Mikil gufa myndaðist. við það. Þannig myndist glersneið sem vísindamenn segja að sé betra að örgreina en þegar hraunsýnið kristallast, að því er Olgeir Sigmarsson, jarðfræðingur og einn vísindamannanna sagði við rúv.is.
Hér má sjá myndskeið af sýnatökunni á ruv.is