Hraðið tvöföldun Reykjanesbrautar
Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum vill láta flýta tvöföldun Reykjanesbrautar og samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum í gær.„Vegna fyrirhugaðra stórframkvæmda í samgöngumálum vill stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, fyrir hönd sveitarfélaganna á Suðurnesjum, ítreka mikilvægi tvöföldunar Reykjanesbrautar fyrir landsmenn alla. Stjórn SSS hvetur stjórnvöld enn og aftur til þess að hraða tvöföldun eins og frekast er kostur.Suðurnesjum, 7. arpíl 2000Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri“.