Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hraðfréttir á sjó með Hrafni Sveinbjarnarsyni GK 255
Fannar og Benedikt um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni
Fimmtudagur 7. september 2017 kl. 09:31

Hraðfréttir á sjó með Hrafni Sveinbjarnarsyni GK 255

- Fengu að kynnast ífinu um borð í frystitogara

Hraðfréttamennirnir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson fóru á sjó með frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnasyni GK 255 frá Grindavík í október á síðasta ári. Réðu þeir sig um borð sem háseta og miðað við það sem sýnt hefur verið frá þáttunum voru þeir nokkuð sjóveikir en reyndu þó að halda haus þrátt fyrir slappleika. Þeir kynntust lífi sjómanna á frystitogara vel, fóru í vinnslu, út á dekk og fengu einnig að finna fyrir því hvernig það er að vera nýliði um borð. Ekki höfðu margir trú á köppunum þegar þeir tilkynntu þeim það að þeir væru að fara einn „túr“ og var mamma Benedikts ansi áhyggjufull fyrir ferðina. Ferðin byrjaði á flugvellinum í Reykjavík þar sem að Hrafn Sveinbjarnarson var við bryggju fyrir austan.

Þættirnir Hásetar verða sýndir á RÚV á fimmtudögum í vetur kl. 20 og eru þeir sex samtals.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024