Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 26. janúar 2000 kl. 14:00

Hraðfleygir farfuglar hjá Suðurflugi

Tvær einkaþotur höfðu viðkomu hjá þjónustustöð Suðurflugs á Keflavíkurflugvelli á þriðjudaginn til að taka eldsneyti. Þessir farfuglar eru sjaldséðir á þessum árstíma, enda allra veðra von í íslenska flugstjórnarsvæðinu og því kjósa flugmenn aðrar leiðir. „Það er frekar rólegt yfir háveturinn hjá okkur en þegar vel viðrar eru að detta hér inn vélar sem þurfa afgreiðslu,“ sagði starfsmaður hjá Suðurflugi í samtali við blaðið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024