Hraðbankar sprengdir í Keflavík
Á þriðja tímanum í nótt voru sprengdir tveir hraðbankar hjá Sparisjónum í Keflavík við Tjarnargötu. Þar hafði ungur maður komið kínverjum fyrir undir gleri á hraðbönkunum og sprengt þá. Anddyrið varð fullt af reyk og var slökkvilið Brunavarn Suðurnesja kallað til og reykræsti.
Miklar skemmdir urður á hraðbönkunum að sögn starfsmanns Sparisjóðsins, sem kom á vettvang.
Uppátækið náðist á eftirlitmyndavélar Sparisjóðsins og hafði lögreglan uppi á gerandanum skömmu síðar, sem gistir fangageymslu lögreglunnar og bíður yfirheyrslu.
Fangageymslur lögreglunnar voru yfirfullar í nótt og frameftir morgni.