Hraðakstursbrot tilkynnt til barnaverndar
Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum þremur dögum kært á þriðja tug ökumanna fyrir of hraðan akstur. Þar af var einn ökumaðurinn aðeins sautján ára og var brotið tilkynnt forráðamönnum og barnaverndarnefnd.
Þá stöðvaði lögregla bifreið á Reykjanesbraut þar sem í henni voru of margir farþegar og sat einn þeirra undir öðrum.