Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hraðaksturinn kostaði 240 þúsund krónur
Þriðjudagur 1. október 2019 kl. 10:19

Hraðaksturinn kostaði 240 þúsund krónur

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum mældi á 161 km hraða á Reykjanesbraut í gærmorgun þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund reyndist ekki aðeins aka alltof hratt heldur var hann einnig grunaður um ölvunarakstur. Fyrir hraðaksturinn einn og sér þarf hann að greiða 240 þúsund krónur, auk sviptingar ökuleyfis í þrjá mánuði og þriggja refsipunkta í ökuferilsskrá.

Auk þess ofangreinda hefur lögregla kært á þriðja tug ökumanna fyrir hraðakstur á síðustu dögum. Einn þeirra ók sviptur ökuréttindum. Þá voru fáeinir teknir úr umferð vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Loks voru tæplega þrjátíu ökumenn staðnir að því að sinna ekki stöðvunarskyldu. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hættuna sem af slíku athæfi getur stafað.