Hraðaksturinn kostaði 150 þúsund
Karlmaður um fimmtugt sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í vikunni fyrir of hraðan akstur þurfti að reiða fram 150 þúsund krónur í sekt fyrir athæfið. Bifreiðin sem maðurinn ók mældist á 163 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraðinn er 90 kílómetrar á klukkustund. Annar ökuþór mældist á 137 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni um svipað leyti og verður tæplega 100 þúsund krónum fátækari fyrir vikið.