Hraðakstur og umferðarslys
Síðasta vika var fremur annasöm hjá lögreglunni í Keflavík. Nítján ökumenn voruj kærðir fyrir hraðakstur og en einn þeirra var á 153 km hraða á Reykjanesbrautinni. Fjórir voru teknir
fyrir meinta ölvun við akstur.
Bíll valt á Nesvegi við Íslandslax sl. föstudag. Tveir mikið ölvaðir 18 ára piltar voru í bílnum en þeir eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Eftir að þeir höfðu sofið úr sér áfengisvímuna í fangaklefa voru þeir yfirheyrðir um atvikið. Rannsókn málsins er ekki lokið.
Síðar sama dag var tilkynnt um einkennilegt ökulag bifreiðar á Reykjanesbrautinni. Bifreiðin rásaði milli kanta og var ekið á móti umferð. Skammt austan við Vogaafleggjara var bifreiðinni ekið útaf
brautinni og hafnaði hún á hvolfi utan vegar. Þegar lögreglan kom á staðinn lá ökumaðurinn á bakinu utan við bifreiðina og voru vegfarendur að hlúa að honum. Hann var sýnilega talsvert mikið slasaður, með áverka á höfði baki og fótum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild
Landspítalans í Reykjavík. Hann er ekki talinn í lífshættu.
Níræð kona slasaðist í Svartsengi sl. laugardag þegar hún steig niður úr fólksflutningabifreið. Konan féll afturfyrir sig þegar hún missti takið á handriði á útgangi bifreiðarinnar. Hún var með áverka á höfði og kvartaði yfir eymslum í hægri öxl. Hún var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Hestvagni var ekið yfir þriggja ára gamalt barn við Festi í Grindavík á þjóðhátíðardaginn. Barnið var með sjáanlega áverka á hendi og var flutt á sjúkrahús til frekari rannsóknar.
Umferðarslys varð á Miðnesheiði á sunnudaginn. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór 1-2 veltur og hafnaði utanvegar. Ökumaður fluttur með sjúkrabifreið á HSS en ekki er vitað hversu alvarlegir áverkar hans eru.
fyrir meinta ölvun við akstur.
Bíll valt á Nesvegi við Íslandslax sl. föstudag. Tveir mikið ölvaðir 18 ára piltar voru í bílnum en þeir eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Eftir að þeir höfðu sofið úr sér áfengisvímuna í fangaklefa voru þeir yfirheyrðir um atvikið. Rannsókn málsins er ekki lokið.
Síðar sama dag var tilkynnt um einkennilegt ökulag bifreiðar á Reykjanesbrautinni. Bifreiðin rásaði milli kanta og var ekið á móti umferð. Skammt austan við Vogaafleggjara var bifreiðinni ekið útaf
brautinni og hafnaði hún á hvolfi utan vegar. Þegar lögreglan kom á staðinn lá ökumaðurinn á bakinu utan við bifreiðina og voru vegfarendur að hlúa að honum. Hann var sýnilega talsvert mikið slasaður, með áverka á höfði baki og fótum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild
Landspítalans í Reykjavík. Hann er ekki talinn í lífshættu.
Níræð kona slasaðist í Svartsengi sl. laugardag þegar hún steig niður úr fólksflutningabifreið. Konan féll afturfyrir sig þegar hún missti takið á handriði á útgangi bifreiðarinnar. Hún var með áverka á höfði og kvartaði yfir eymslum í hægri öxl. Hún var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Hestvagni var ekið yfir þriggja ára gamalt barn við Festi í Grindavík á þjóðhátíðardaginn. Barnið var með sjáanlega áverka á hendi og var flutt á sjúkrahús til frekari rannsóknar.
Umferðarslys varð á Miðnesheiði á sunnudaginn. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór 1-2 veltur og hafnaði utanvegar. Ökumaður fluttur með sjúkrabifreið á HSS en ekki er vitað hversu alvarlegir áverkar hans eru.