Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hraðakstur og fíkniefni í umferðinni
Mánudagur 21. september 2009 kl. 08:14

Hraðakstur og fíkniefni í umferðinni


Tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í gær.  Þeir mældust á 121 og 123 km/klst. þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst.

Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur í Grindavík í gærnótt  Hann er einnig grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.  Annars var nóttin róleg hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Njarðarbrautinni í Reykjanesbæ á laugardaginn.  Einn mældist á 91 km/klst. og tveir á 73 km/klst. þar sem hámarkshraðinn er 50 km/klst.  Þá var einn ökumaður kærður á Reykjanesbrautinni en hann mældist á 125 km/klst. þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst.

Þá var bifhjólamaður tekinn réttindalaus á hjólini í Reykjanesbæ á laugardaginn og er hann grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024