Hraðakstur kostaði 150 þúsund krónur
Lögreglan á Suðurnesjum kærði á þriðja tug ökumanna fyrir of hraðan akstur um helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 138 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Ökumannsins bíður 150 þúsunda króna sekt. Annar ökumaður sem mældist á 119 km hraða var grunaður um ölvunarakstur.
Þá voru höfð afskipti af ökumanni sem aldrei hafði öðlast ökuréttindi og gekkst viðkomandi við brotinu.