Hraðakstur á Reykjanesbraut
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði fimm bifreiðar á Reykjanesbraut vegna hraðaksturs.
Ökumenn þriggja bifreiða voru á vegarkafla þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.
Mældist hraði þeirra 121, 124 og 128 km/klst. Einn var svo stöðvaður á 111 km þar sem hámarkshraði er 50 km/klst og annar á 159 km þar sem hámarkhraði er 70 km/klst. Báðir síðarnefndu voru sviptir ökuréttindum til bráðabirgða.
Af vef lögreglunnar.