Hraðakstur á brautinni
Tveir karlmenn um þrítugt voru teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut á tíunda tímanum í gærkvöldi. Annar þeirra ók á 118 kílómetra hraða á klukkustund, hinn á 132 kílómetra hraða, en þarna er 90 km hámarkshraði á klukkustund.
Sá sem hraðar ók, má búast við því að fá 90.000 króna sekt, auk þriggja refsipunkta í ökuferilsskrá. Sá sem ók á 118 km hraða þarf að greiða 50.000 krónur í sekt og fær einn refsipunkt.
mbl.is greinir frá.