Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hraðahindrunum fjölgað á þjóðvegi við Hafnir
Mánudagur 27. júní 2005 kl. 11:48

Hraðahindrunum fjölgað á þjóðvegi við Hafnir

Erfiðlega hefur gengið að fá ökumenn til að virða hraðatakmarkanir á þjóðveginum sem liggur um þorpið Hafnir á Reykjanesi. Þar gildir 30 km. hámarkshraði þar sem fjölmörg börn eru að leik í þessu friðsæla hverfi Reykjanesbæjar. Hins vegar eiga margir bílar leið um þjóðveginn, bæði vegna Reykjanesvirkjunar og einnig önnur umferð tengd ferðalögum og útivist fólks.
Til að draga úr hraða hefur þrengingum verið fjölgað á veginum sem ættu að tryggja að bílar fari ekki mikið hraðar en 30 km. á klukkustund. Hins vegar væri betra ef allir virtu hraðatakmarkanir þannig að ekki þyrfti að fara út í þær aðgerðir sem raun varð á.

Myndin: Seyptir stólpar hafa verið settir á veginn í Höfnum. Trukkabílstjórar eru örugglega ekki ánægðir með þessar aðgerðir, en hafa kallað þær yfir sig með því að virða ekki hraðatakmarkanir. Fyrir voru þrengingar við innkomuna í þorpið, beggja vegna frá.
VF-mynd: Þorgils Jónsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024