Hrað- og ölvunarakstur
Tveir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í gærkvöld. Fyrri ökumaðurinn mældist á 103 km/klst. þar sem hámarkshraðinn er 70 km/klst. en sá síðari mældist á 121 km/klst þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst.
Tveir ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur í Reykjanesbæ í nótt. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.