Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 28. apríl 2003 kl. 08:56

HR vinnur að málinu

,,Það er rétt að heilbrigðisráðuneytið hefur farið þess á leit við okkur að við sæjum um þann þátt heilsugæslunnar sem snýr að læknisþjónustunni á Suðunesjum," segir Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík.Guðmundur segir unnið að tillögum um hvernig því væri best komið við. Ráðherra fengi þá tillögurnar til skoðunar og í framhaldi af því yrði ákvörðun tekin. Horfið hefur verið frá því að taka yfir rekstur Heilsugæslunnar syðra að öllu leyti og nú er aðeins skoðað hvernig læknar úr Reykjavík geti tekið að sér læknisþjónustuna.

Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024