Hótuðu með haglabyssu
Lögreglan á Suðurnesjum kallaði til sérsveit í gærmorgun vegna manna sem ruddust inn í hús í Reykjanesbæ. Það mættu þeim tveir menn vopnaðir haglabyssu. Umsátursástand skapaðist um íbúðina í um hálftíma uns byssumennirnir gáfust upp. Þeir voru með haglabyssu en höfðu engin skotfæri meðferðis.
Ástæða „heimsóknarinnar” mun hafa verið sú slegið hafði í brýnu á milli mannanna fyrr um morguninn og töldu aðkomumennirnir sig eiga harma að hefna.
Lögregla náði símasambandi við mennina og eftir nokkur orðaskipti gáfu þeir sig fram.
Allir mennirnir eru svokallaðir „góðkunningjar lögreglunnar“.