Hótel Lögga fylltist í nótt
Einstaklingur, sem hvergi átti höfði sínu að halla, leitaði á náðir lögreglunnar á Suðurnesjum í nótt og bað um gistingu. Það væri ekki í frásögur færandi nema að í nótt var húsfyllir á lögreglustöðinni og þurfti lögreglan að koma fanga fyrir í klefa í Grindavík.
Tveir fangar eru nú í gæsluvarðhaldi á lögreglustöðinni í Keflavík og þá voru aðrir klefar stöðvarinnar uppteknir fyrir fólk sem sat inni vegna ölvunar. Þá mun einn fangaklefi vera ónothæfur og því pláss minna en ella, segir í frétt á mbl.is.