Hótel Keflavík með fjórar stjörnur!
Hótel Keflavík er með fyrstu hótelum á Íslandi sem fær gæðastimpilinn fjórar stjörnur. Stjörnugjafir hótela á Íslandi verða kynntar formlega um næstu helgi þegar samgönguráðherra birtir auglýsingu um það.Stjörnugjöfin tekur formlega gildi 1. september nk. Í tilefni af þessari glæsilegu stjörnugjöf verður opið hús á Hótel Keflavík á laugardag í tengslum við Ljósanótt í Reykjanesbæ, menningarhátíð á Suðurnesjum.Meðal gesta á hótelinu verða þingmenn í Reykjaneskjördæmi.Að sögn Steinþórs Jónssonar, hótelstjóra var hótelið tekið út í vor og fékk í framhaldi af því staðfestingu frá staðlanefnd á vegum Ferðamálaráðs Íslands um að hótelið hafi uppfyllt öll þau atriði sem 4ra stjörnu hótel þurfa að uppfylla. Í bréfi staðlanefndar kom fram að aðeins vantar örfá atriði upp á að Hótel Keflavík uppfylli 5 stjörnu staðilinn. Steinþór sagði að framtíðarstefna hótelsins væri sú að vera gott 4ra stjörnu hótel þó svo að þessi atriði yrðu eflaust uppfyllt í framtíðinni. Ekkert 5 stjörnu hótel er á Íslandi í dag.